VÖRURNAR OKKAR
RABARBARA
Fyrsti brjóstsykurinn sem við bjuggum til var rabbabarabrjóstsykurinn okkar. Rabbabari hefur verið ræktaður hér á landi síðan á nítjándu öld og er vinsæll í íslenskri matargerð. Helsta áskorunin við að vinna með rabbabara í brjóstsykursformi var að finna jafnvægi á milli þess súra og sæta. Eftir mikla tilraunastarfsemi heppnaðist það og er rabbabarabrjóstsykurinn okkar sá allra vinsælasti í dag.

NUTRITIONAL INFO
INNIHALDSEFNI
Ingredients: sugar, glucose, water, citric acid, natural colouring E162 and E160a, rhubarb flavouring (0.33%)
EPLA &BIRKI
Birki- og eplabrjóstsykurinn er fullkomin blanda af sætu og súru. Þó birkið sé algengasta tréð á Íslandi hefur það ekki verið mikið notað í matseld fram að þessu en það er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Bragðið af ferska græna eplinu ásamt örlitlu af biturleika birkisins gerir þennan brjóstsykur einstaklega ferskan og góðan.

NUTRITIONAL INFO
INNIHALDSEFNI
Ingredients: sugar, glucose, water, citric acid, natural colouring E162 and E160a, rhubarb flavouring (0.33%)
HVANNAR & SÓLBERJA
Innblásturinn af hvannar-og sólberjabjóstsykrinum var áhugi okkar á óvenjulegum samsetningum af íslenskum jurtum. Íslenska ætihvönnin er þekktust hér á landi fyrir lækningaeiginleika sína en bragðið á ekki síður athygli skylda. Það kom okkur á óvart hversu vel sólber og hvönn eiga saman en bæði njóta sín einstaklega í þessum mola.
SÓLBERJA

NUTRITIONAL INFO
INNIHALDSEFNI
Ingredients: sugar, glucose, water, citric acid, natural colouring E162 and E160a, rhubarb flavouring (0.33%)
BLÓÐBERGS & BLÁBERJA
Það sem heillaði okkur við blóðbergs-og bláberjabrjóstsykurinn okkar var að prófa að blanda saman tveimur jurtum sem eru sjaldan notaðar saman í íslenskri matargerð. Ferlið reyndist heldur flókið þar sem erfitt er að fá næga olíu úr blóðberginu en okkur tókst það á endanum með því að búa til okkar eigin tinktúru úr því. Það kom okkur skemmtilega á óvart að þrátt fyrir að vera óvenjuleg blanda eiga blóðbergið og bláberin fullkomlega saman.
BLÓÐBERGS

NUTRITIONAL INFO
INNIHALDSEFNI
Ingredients: sugar, glucose, water, citric acid, natural colouring E162 and E160a, rhubarb flavouring (0.33%)