UM
KANDÍS

Kandís er ástríðuverkefni þróað af Wiolu Tarasek og Helgu Haraldsdóttur og er ný og spennandi leið til þess að kynna íslenska náttúru fyrir almenningi.

Portrait picture of Wiola Tarasek

Wiola
Tarasek

Wiola Tarasek er stofnandi Kandísar.
Hún skartar BS gráðu í taugavísindum auk diplómu í jurtafræði. Wiola hefur mikinn áhuga á náttúrunni og matreiðslu, sem nýttist vel í fyrrum starfi hennar sem kokkur samhliða Helgu. Sérfræðiþekking hennar
var lykilatriði í þróun Kandísar á spennandi bragðtegundum unnar úr
íslenskum jurtum.

Portrait picture of Helga Haraldsdóttir

Helga
Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir er stofnandi Kandísar.
Hún er matreiðslumeistari að mennt og er íslensk matargerð hennar ær og kýr, en það var hennar helsti innblástur í fyrri starfi sínu sem yfirkokkur á íslenskum veitingastað. Ástríða hennar fyrir að setja hið hefðbundna í nýjan búning er ástæða þess að hún byrjaði þá frumkvöðlavinnu að bragðbæta sælgæti með íslenskri flóru.

SAGAN OKKAR

Hugmyndin að Kandís varð til í eldhúsinu á veitingastaðnum þar sem Helga og Wioletta unnu saman. Þeim langaði til að kynna íslenska náttúru og möguleika hennar í matargerð á nýjan og spennandi máta með hágæða, handgerðum brjóstsykri. Úr varð stofnun sælgætisgerðarinnar Kandís.

Eftir ár af rannsóknarvinnu um hvernig hægt væri að handgera hágæða brjóstsykur og bragðbæta með íslenskum jurtum var Kandís tilbúið á markað og hefur vakið athygli allar götur síðan fyrir einstakt bragð og nýstárlega notkun á íslenskum jurtum.

Wiola and Helga handwritten signature
Helga is boiling the mixture used to produces the hard candies
Wiola working in the preparation of the ingredients